HEILAÞOKA
Heilaþoku þekkja margir af eigin raun en orsök og upplifun getur verið ólík á milli fólks. Líkt og hefðbundin þoka getur heilaþokan verið létt og sæmilega auðvelt að komast í gegnum hana, eða hún getur verið þykk og mikil og virðist seint ætla að létta til. Hún er óþægileg, hægir á okkur eða birgir okkur jafnvel alveg sýn.
Ég tengi heilaþoku við mismunandi æviskeið og uppruna, m.a. barneignir og brjóstagjöf (brjóstaþoku), áföll, steitu, álag, kulnun og blessaða breytingaskeiðið.
Myndinar eru unnar með akrýl á striga og sýna myndir af konum umluknar bleikri heilaþoku.
Bjartur Hafnfjörð, eldra barnið mitt teiknaði einnig myndir í þemanu Heilaþoka. Bjartur vann sínar myndir í Procreate á iPad Pro og gefa þær innsýn í hans hugarheim. Hann þekkir heilaþoku vel þrátt fyrir ungan aldur (15 ára) sem skynsegin og kynsegin einstaklingur, út frá einhverfu, skynáreiti, ADHD og aðrar lífsins áskoranir.