Glaumur

Litla systir mín er mikil hestakona og þótti mjög vænt um hann Glaum sinn sem kvaddi fyrir nokkru síðan. Hana langaði lengi í mynd af honum en lengi vel treysti ég mér ekki í það verkefni. Ég lét þó slag standa og kom henni á óvart með þessari jólagjöf 2023.

Þetta var kærkomin áskorun þar sem ég fór vel út fyrir þægindarammann, gerði tilraunir, prófaði mig áfram og lærði heilan helling. Ég notaði allar myndir sem hún átti af hestinum sem fyrirmynd, fann góða pósu sem reffa og úr varð hann Glaumur að hlaupa frjáls um hagana.

“Ótrúlega sátt, fékk hlýtt í hjartað” sagði systir mín sem hlýjaði mér um hjartarætur.

Í einkaeigu
Akrýl á striga

Previous
Previous

Sjálfsmyndir

Next
Next

Mömmumynd