Gríma

Fyrir mörgum árum síðan var grímuþema á árshátíð. Mig langaði í flotta grímu en þó ekki týpíska úr búð - heldur eitthvað einstakt. Ég ákvað því að búa til grímu. Fann mér fyrirmynd á netinu, gerði mótív úr pappa, límdi perlur og pallíettur á hann, styrkti með stífum vír og festi teygju á. Það var virkilega gaman að búa til grímuna og enn skemmtilegra að bera hana.

Þar sem efniviður grímunnar var ekki mjög harðgerður var endingartíminn ekki mjög góður en gríman var enn falleg. Mig langaði að halda upp á hana enda lagði ég mikið í hana og setti hana því í ramma með viðeigandi bakgrunn.

Efniviður grímu: Pappír, vír, perlur, pallíettur, trélím og teygja. Bakgrunnur akrýl á pappír.

Previous
Previous

Hvítur lótus