Mömmumynd

Mömmu langaði í stóra og fallega mynd á vegginn hjá sér svo ég ákvað að gera eina slíka og gefa henni í sextugsafmælisgjöf. Ég byrjaði á henni rétt eftir afmælisdaginn hennar en svo bara…. lífið. Greyið myndin fékk að húka hálfkláruð bak við hurð eða uppi á hillu þar sem ég var alltaf alveg að fara að klára hana. Fjórtán árum síðar tók ég loks upp pensilinn aftur og afhenti henni á 74 ára afmælisdaginn. Nú hangir hún í stofunni henni múttu til mikillar ánægju.

Í einkaeigu
Olía á striga

Previous
Previous

Glaumur

Next
Next

Hvítur lótus